Fashion is not something that exists in dresses only. Fashion is in the sky, in the street, fashion has to do with ideas, the way we live, what is happening.

-Coco Chanel

Thursday, November 18, 2010

Factory Girl

Ég horfði á Factory Girl í fyrsta skiptið í vikunni og ég verð að viðurkenna að ég varð mjög hrifin. Myndin fjallar um hæðir og lægðir samfélagsljónsins Edie Sedgwic. Hún varð gyðja listamansins Andy Warhol eftir að hún flutti til New York. Hún tilheyrði ætt sem hægt var að flakka í svo kallaðan old money flokk og var með stóran trust found. Hún var ekki lengi að brenna í gegnum hann að sökum lífernis síns og ekki hjálpaði til að hún fékk ekki greitt fyrir vinnu sína fyrir Andy. Myndin gefur góða mynd af glamúrnum, dópinu og öllu sem því fylgdi á tímum sjötta áratugsins. Edie setti mikinn svip á tísku á þeim tíma og hafði algjörlega sinn eiginn stíl. Mæli hiklaust með þessari mynd!

Edie Sedgwic & Andy Warhol


Myndir úr Factory Girl sem kom út árið 2006



ttfn, x

-Ellen Björg

No comments:

Post a Comment